Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 247  —  244. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað einstaklinga sem eiga rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna lýtalækninga.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að einstaklingar sem eiga rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga þurfi ekki að bera fjárhagslegan kostnað vegna þess að samkomulag um gjaldskrá hefur ekki tekist vegna verka lýtalækna?
     2.      Hver er fjöldi einstaklinga í ofangreindri stöðu það sem af er árinu 2023 og hver er meðalkostnaður sem þeir hafa borið vegna aðgerða og annarrar heilbrigðisþjónustu lýtalækna?
     3.      Stendur til að endurgreiða einstaklingum útlagðan kostnað vegna þessa? Ef ekki, hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.